sunnudagur, september 9

i am forever lost

ég ætla byrja blogga aftur.
jebb jebb.
nú er ég búin að ákveða það, þá er bara málið að byrja.
ég held að það sé ara málið, ég þarf að byrja og svo flæðir þetta áfram.
segjum það allavega.

ég er búin að vera í Grays Anatomy maraþoni.
auntie eiríka keypti aðra seríu fyrir mig. ekki það að ég hafi ekki verið búin að hlaða henni ólöglega niður og sjá alla þættina nema einn þrisvar neinei, ég var að EIGA dr.mcdreamy og tárin sem honum fylgja. þetta er nefnilega fyrsta sjónvarpsefnið sem ég hef virkilega og innilega grátið yfir. alveg sama hversu oft ég sé atriði þegar denny deyr frá henni izzie í prom kjólnum þá græt ég alltaf jafn mikið. þetta er eins og líkamrækt fyrir sálina. strákar fara í fótbolta til að fá útrás eða berja hvorn annan á djamminu, ég bara græt í koddann og ermina yfir anaotmy-inni hennar Meredith. reyndar var fyrsta myndin sem ég grét yfir Wedding Singer þegar Adam Sandler söng fyrir hana í flugvélinni... ahhhhh, að það skuli vera til svona falleg ást endurvekur trú mína á karlkyninu. ok ok, þetta er mynd, en samt, allar myndir eru byggðar á einhverjum raunveruleika, er það ekki?
miðað við trúarstöðu mína í dag þá verð ég að trúa því.
til að trúa á eitthvað þá ætla ég að trúa á að það leynist ást í karlmönnum. og kannski smá vit.
þeir nefninlega virðast endalaust geta komið mér á óvart eða bíddu nei. það er einmitt vandamálið, þeir koma mér EKKI á óvart og það er að drepa mig.
hvernig er þetta hægt?
æji, þetta byrjaði á sjónvarpsþætti og er strax komið út í typpatal.
oh well.
fór á trúnó með nöfnu minni Klingeberg í vikunni. við vorum í vinnutengdri ferð og spjölluðum um heima og geima. hún sagði að þetta væri árið sem væri alveg brjál að gera hjá mér (busy busy bee) og þetta væri líka árið sem ég segði kærastanum upp. túsjei! svo kemur kærastinn víst árið 2009.
já, 9.
næsta ár er víst 2008 en minn kemur níu. ég tek mér víst allt 8 í að velja hin rétta fýr fyrir níu.
spennandi það.

ég hef verið laying low í þessari viku.
átti yndislega helgi í faðmi fjölskyldunnar seinustu helgi þar sem ég hlýddi á góða tónleika á Ljósanótt, snæddi góðan mat og hló í skemmtilegum félagsskap hjá Særúnu frænku og tíndi sveppi með papabear og Marel. Eiríka frænka kom færandi gjöfum og mamma fékk spádóm frá Heiðari snyrti. mamma segir hann vera ,,da shits" þegar kemur að spádómum en ég er ekki svo viss, ég held að ég leggi aurinn minn frekar við hana Veigu bolla. heiðar sagði td við mig að mr.bank væri ,,the one". ég get ekki sagt að ég sjá það. en ég skal fallast á það að ég sé óþægileg prakkarastelpa, mér finnst það pínu krúttó og kannski viðeigandi.
öll seinasta vika fór í vinnu og anatomíuna. ég hef verið voðalega mikið fyrir það að vera bara rólega sigga en ekki hitta fólk sigga.
reyndar kíktu elsa og ólafían mín í mat til mín og það var alveg yndislegt. og systir mín fór loksins loksins á langþráð trúnó með mér. ég sem hef þráð svo lengi að uppfylla stóru systra hlutverkið fékk loksins að gera það í seinustu viku.... ahhhhh...
svona gleði verður ekki keypt.

gjafalistinn fyrir útskrift, aldarfjórðungsafmæli og jól gengur vel. datt ný gjöf í hug í dag sem er alveg snilld! mér datt nefnilega í hug að einhver úr fjölskyldunni minni (þú veist hver þú ert) gæti gefið mér ferð til sín um Thanksgiving þar sem það er nú að skapast smá hefð fyrir því og svona.. mér finnst ég snillingur að hafa dottið þetta í hug.
það er svo langt síðan ég hef skipulagt partí í kringum rassinn minn, ég get ekki beðið.
ITS MY PARTY. og þér er boðið. (ef þú færð ekki sendan tölvupóst þá er þér líklegast ekki boðið)
ég elska tilhugsunina við MITT partí. ég hef aldrei verið feimin við að játa að ég hef gaman að af partíum sem snúast um mig og mitt.
okey ég er kannski í smá sjálfelsku kasti eftir að hafa búið ein í 3 vikur.
allavega, arna mín ætlar að mixa tónlist og sérsauma gordjös gyðju kjóla á mig, papabear reiðir fram gómsæta bita og annaK J-LO-ar mig. þetta verður æðipæði.
partíið er 27.október. jey.

ég fór út að borða á Domo á föstudagskvöldið með vinnunni. alveg var maturinn to die for. ég mæli með þessum stað ef á að gera sér glaðan dag með bragðlaukunum. mergjað í alla staði!
ég reyndar var aðeins of hress fyrir vinnufélagana og sagði söguna af mr.duracell-rabbit, það kætti vissulega viðstadda þar sem ég lék greyið en ég er ekki viss um hversu viðeigandi sagan er í vinnuhópnum... hmmm...
oh well.

bóluklasi hefur tekið sér bólfestu á hægri hlið hökunnar minnar og neitar að fara. við erum að tala um góðan mánuð sem hann er búinn að vera þar. mjög dularfullt mál.

annars er það í fréttum að ég og ásrún erum í óðaönn að hreinsa til í ritgerðinni. lokaskil eru 21.september og þá loksins loksins er þessu lokið öllu saman. vá hvað ég verð þá glöð.
þá mun ég sko gera mér dagamun.
kannski ég plati ársúnu á fiskimarkaðinn, hef heyrt góða hluti um þann nýja stað.

ætla sé ekki best að fara snúa mér að skrifum.
ætla reyna að byrja á nýrri rauðri sögu. ég játa að það er ekki eins að fara skrifa og vera ekki að deyja úr ást en ég er að deyja úr ástarþrá og ástsýki og ég vona svo innilega að það bæti upp fyrir hitt þarna. raunverulegu tilfinningarnar. ég er bara eins og gangandi minningavél sem er með slideshow af fyrri samböndum stanslaust í gangi og á milli myndanna kemur spurninginn, hvernig gat þetta endað svona?

full dramatíkst játa það en dramatík selur.
ég er dramatík og ég vinn á sölusviði.
svoleiðis er það nú bara.

ég fer til Rússlands þann 12.okt og vantar enn ferðafélaga, koma með?

siggadögg
-sem ætlar að skrifa söguna um vinnufélagana-

4 ummæli:

Sunna sagði...

Elsku ástsjúki brjálæðingurinn minn! Endilega bloggaðu af þér puttana, þá hef ég eitthvað að gera á daginn.. eða svona í 4-7 mínútur - eftir lengd pistla!
Ég er mjög ánægð að þú hafir loksins fengið Gray´s veikina!!! Hversu mikið hef ég grátið yfir þessu - MIKIÐ! Eiginlega alveg sorglega mikið!!

Hittingur næsta daga? OK???

Kv. Sunni

Sunna sagði...

næstU

Nafnlaus sagði...

It's my party and I cry if I want to...
A.

Vala sagði...

like it...þvílíka ótillitssemin með fáum bloggum þegar fólk er að læra svona á sumrin!! ;)